Árangurssögur
Herra Hnetusmjör
Ég hef verið í bæði einkaþjálfun og fjarþjálfun hjá MR clean og það fyrsta sem dettur í hugan hjá mér varðandi þjálfun er fjölbreytni, fagmennska og aðallega þolinmæði hefur hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á í dag þar sem hann hjálpaði mér líka að skilja betur hvað ég á að borða því þetta er miklu meira en bara kaloríur heldur er þetta næringargildi sem þú ert að setja á tankinn hjá þér til að hafa jafna orku á æfingu og yfir daginn
Simmi Vill
Þjálfari þarf að hafa þekkingu, áhuga og jákvæða hvatningu sem erfitt er að koma sér undan. Hreinn orri eða MR Coach Clean er með öll þessi element og meira til!
Kristján
Ég hef verið í þjálfun hjá Hreini Orra síðan ég var 17 ára ég kom til hans 59 kg og vissi ekki neitt um líkamsrækt ég gegnum árin hefur hann kennt mér ótrúlega mikið á líkamsrækt,næringu og andlega heilsu í dag er ég 21 árs 80 kg og ég er ennþá í þjálfun hjá honum við erum nýbúnir í niðurskurðaferli og erum byrjaðir á þriðja uppbyggingar tímabilinu og stefnum á að toppa síðasta form! Þetta er langhlaup ekki marathon og ég get ekki ímyndað mér að vera með annan en Mr.clean með mér í þessu!


Hansea
Eftir að ég byrjaði í næringarþjálfun hjá þér sé ég hvað mataræðið skiptir miklu máli þegar maður vill koma sér í sitt besta form. Það að borða “hollt” og að borða rétt er tvennt ólíkt.
Hausinn getur oft spilað með mann en þú hefur staðið þétt við þegar maður er kannski sjálfur hættur að sjá mun. Svoleiðis þjálfara vill maður hafa, ekkert bullshit bara áfram gakk. Niðurskurður tekur á andlega og líkamlega á köflum en þegar eitthvað bjátar á ertu fljótur að svara og gera breytingar sem þarf. Sjálfstraustið sem maður fær er ekki amalegt heldur. Styrkurinn sem maður hefur náð að halda í gegnum þjálfunina og droppið er amazing og finnst mér það ekki sjálfsagður hlutur og kom það mér hreinlega á óvart.
Að hlaupa 10 km var eitthvað sem ég hefði aldrei gert en í dag er það tekið vikulega. Það skiptir svo miklu máli að hafa réttu manneskjuna til þess að leiðbeina sig áfram og Hreinn er geggjaður.
Svo ánægð með þjónustuna og samskiptin og alla þá hjálp.




Guðbjörn
Ég hef verið i þjálfun hjá hrein síðan i febrúar og síðan ég byrjaði hefur gym progress hjá mér bæst töluvert, Hreinn er alltaf til i að hjálpa og er mjög fljótur að svara og kemur með útskýringar upp á 100. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann. Hann fær 100% meðmæli


María
Eftir að ég byrjaði hjá þér hef ég fundið ótrúlegan mun á minni frammistöðu! Ég finn að ég er hraðari og hef aldrei verið jafn sterk og eftir að ég byrjaði hjá þér.
Ég er líka léttari á mér og get framkvæmt body weight æfingar mun betur núna.
Finn aldrei fyrir neinu orkuleysi á æfingum.
Þú hefur líka hjálpað hrikalega mikið núna í vor að halda mér í góðu standi á meðan ég er að eiga við smá meiðsli í hásin.
Hrikalega ánægð með alla þjónustuna hjá þér ert mjög frábær í samskiptum og ótrúlega mikil hjálp frá þér




Móðir stráks
Fagmennska og árangur í fyrirrúmi er það sem kemur upp í hugann. Sonur okkar hefur ekki bara náð þeim líkamlega árangri sem hann hefur dreymt um að ná heldur sýnr hana árangur jafn mikið ef ekki meira að því að hafa bætt andlega og líkamlega vellíðan. Þessi árangur hans hefur síðan skilað breyttu hugarfari gagnvart sjálfum sér og umhverfi hans. Sem foreldri unglings þá er búið að vera einstakt að fylgjast með vegferð sonar okkar undir handleiðslu Orra.
Orri náði í gegn þae sem við gerðum ekki og við höfum fengið súper útgáfu af drengnum okkar til baka 🙂
Hjartans þakkir fyrir okkur Orri.